Hoppa yfir valmynd
11. desember 2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Rúmlega fjórðungur nemenda nýtur stuðnings

Í frétt frá Hagstofunni segir einnig að grunnskólanemendum sem læra erlend tungumál fjölgi ár frá ári

Rúmlega fjórðungur nemenda nýtur stuðnings

Skólaárið 2013-2014 fengu 12.203 nemendur grunnskólans sérkennslu eða stuðning, eða 28,6% allra nemenda. Það er fjölgun um 764 nemendur frá fyrra skólaári eða 6,7%. Þetta er hæsta hlutfall nemenda í sérkennslu frá upphafi gagnasöfnunar Hagstofu Íslands um sérkennslu skólaárið 2004-2005. Af þeim nemendum sem fengu stuðning voru 62,1% drengir og 37,9% stúlkur.

Nemendur sem þurftu aðstoð vegna íslenskunáms, þar sem þeir höfðu annað móðurmál en íslensku, voru 2.123 talsins, fleiri í yngri bekkjum grunnskólans. Nemendur sem fá stuðning vegna íslenskunáms hafa ekki verið fleiri frá því að Hagstofan hóf gagnasöfnun skólaárið 2010-2011, en þá voru þeir 1.442. Sjá nánar á vef Hagstofunnar.

Fleiri grunnskólanemendur læra erlend tungumál

Grunnskólanemendum sem læra erlend tungumál fjölgar ár frá ári. Skólaárið 2013-2014 lærðu 80,8% grunnskólanema erlent tungumál og hafa ekki verið fleiri síðan gagnasöfnun hófst skólaárið 1999-2000.

Fleiri yngri grunnskólanemendur læra ensku
Enska er það tungumál sem flestir nemendur læra. Skólaárið 2013-2014 lærðu 34.579 börn ensku í grunnskólum, 80,9% nemenda, sem er fjölgun um 0,9 prósentustig frá fyrra skólaári. Kennsla í ensku hefst oftast í 4. bekk en þó er enska kennd í 1.-3. bekk í fjölmörgum skólum. Síðastliðið skólaár lærðu 5.619 börn í 1.-3. bekk ensku, eða rúmlega fjögur af hverjum tíu (42,5%) börnum í þessum bekkjum, samanborið við 211 börn (1,6% nemenda) fyrir áratug.

Nemendum sem læra þrjú erlend tungumál fækkar
Grunnskólanemendum sem læra þrjú tungumál hefur farið fækkandi frá skólaárinu 2001-2002 þegar þeir voru flestir, 1.656. talsins. Á síðastliðnu skólaári lærðu 728 grunnskólanemendur þrjú tungumál eða fleiri. Þriðja tungumál er yfirleitt kennt sem valgrein í íslenskum grunnskólum og þá helst á unglingastigi.

Þýska var algengasta þriðja erlenda tungumálið á unglingastigi til skólaársins 2006-2007 en hefur síðan vikið fyrir spænsku. Á síðasta skólaári lærðu 374 unglingar spænsku, 198 frönsku og 125 þýsku. Sjá nánar á vef Hagstofunnar

(Tekið af vef Hagstofu Íslands)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira