Hoppa yfir valmynd
12. desember 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Málþing: Lýðheilsa – Heilsa í allar stefnur

Haldið verður málþing í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu þann 16. desember 2014, kl. 14:30–16:30 undir yfirskriftinni „Lýðheilsa – Heilsa í allar stefnur. Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða?"

 Að málþinginu standa forsætisráðuneytið, Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið.

Tveir erlendir gestafyrirlesarar flytja erindi á málþinginu, þau Timo Ståhl, sviðsstjóri Lýðheilsustofnunar Finnlands, og Tone Poulsen Torgersen, sérfræðingur hjá Heilbrigðismálastofnun Noregs (Helsedirektoratet). Þriðja erindið á málþinginu flytur Dóra Guðrún Guðmundsóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis.

Að erindunum loknum verða pallborðsumræður. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor og formaður lýðheilusnefndar, stýrir umræðunum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur ávarp í upphafi málþingsins, en málþingsstjóri er Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu.

Málþingið er haldið í framhaldi af sérfræðingafundi sama daga um þetta málefni sem Embætti landlæknsi gengst fyrir í samstarfi við velferðarráðuneytið í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira