Hoppa yfir valmynd
12. desember 2014 Matvælaráðuneytið

Náttúrupassinn skeggræddur á Selfossi. Skoðanamunurinn vel brúanlegur!

Selfossfundur um náttúrupassa 7
Selfossfundur um náttúrupassa 7

Það voru líflegar umræður um kosti og galla náttúrupassa á opnum fundi í Tryggvaskála á Selfossi á fimmtudaginn. Vissulega voru skoðanir skiptar - en það er þó ekki lengra en svo á milli manna að skoðanamunurinn er vel brúanlegur. Meginatriðið er að náttúra Íslands og ferðaþjónustan geti blómstrað hlið við hlið. 

Selfossfundur um náttúrupassi 2Fundurinn hófst á því að Ragnheiður Elín iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti hugmyndafræðina að baki náttúrupassanum  og praktísk útfærsluatriði, s.s. verð, gildistíma og þess háttar. Og þá var komið að fyrirspurnum og hugleiðingum. 


Selfossfundur um náttúrupassa 5

Fundargestir voru vel á þriðja tuginn og flóra þeirra var fjölbreytt; Bæjarstjóri, hótelstjóri, landeigandi á fjölsóttum ferðamannastað, oddvitar fimm hreppa, starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja og lögreglumaður svo fátt eitt sé talið. Skoðanaskiptin voru hvoru tveggja hreinskiptin og upplýsandi og spönnuðu flest þau sjónarmið sem að málið varðar.

Selfossfundur um náttúrupassi 1Brýtur náttúrupassinn á almannrétti? Náttúrugjald getur verið hvetjandi - erlendir ferðamenn eru meira en tilbúnir til að styðja við vernd náttúrunnar. Munu ferðamenn kaupa passann? Hverjar eru náttúruperlur Íslands? Af hverju ættu einkaaðilar að vera með í passanum? Er hætta á því að peningarnir muni ekki renna til verndunar og uppbyggingar? Ríkið hefur nægar tekjur af ferðamönnum og á að sjá sóma sinn í því að leggja fram nauðsynlega fjármuni. Hvernig verður eftirliti háttað og hvað gerist ef ferðamaðurinn gleymir passanum? Af hverju er gert ráð fyrir að lögin taki ekki gildi fyrr en haustið 2015? Mun gjaldið mynda stofn til virðisaukaskatts? Mikilvægi þess að skipuleggja vel svæði áður en hafist er handa. 

Selfossfundur um náttúrupassa 6Á næstunni mun Ragnheiður Elín halda fleiri fundi víðs vegar um landið til að ræða náttúrupassann og hvernig við stöndum best að verndun og uppbyggingu á helstu ferðamannastöðum landsins.





Selfossfundur 7

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum