Hoppa yfir valmynd
16. desember 2014 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breyttri reglugerð um áhöfn í almenningsflugi til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið [email protected] til og með 8. janúar næstkomandi.

Reglugerðardrögin fela í sér innleiðingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 245/2014 frá 13. mars 2014 sem breytir reglugerð (ESB) nr. 1178/2011 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir er varða áhöfn í almenningsflugi.

Reglugerð (ESB) nr. 245/2014 felur fyrst og fremst í sér breytingar á verklagi í tengslum við skipun prófdómara og varðandi verkleg flugpróf er einfaldað, auk þess sem innleiddar eru tvær nýjar tegundir áritana fyrir flugliða.

Auk framangreinds eru leiðrétt mistök í reglugerð 1178/2011 vegna svokallaðra JAR-FCL-viðmiða

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira