Hoppa yfir valmynd
18. desember 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Aukin aðstoð við fórnarlömb ofbeldis

Landspítali í Fossvogi
Landspítali í Fossvogi

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að veita geðsviði Landspítala framlag til að fjármagna nýja stöðu sálfræðings sem veita á þolendum ofbeldis aðstoð og meðferð, svo sem vegna áfallastreituröskunar og þunglyndis

Ráðherra sagði frá þessari ákvörðun við sama tækifæri og samstarfsyfirlýsing þriggja ráðherra um víðtækt samstarf á landsvísu um að efla aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess í íslensku samfélagi, var undirrituð í innanríkisráðuneytinu í dag.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraTillaga um ráðningu sálfræðings á geðsvið Landspítala var ein margra tillagna sem settar voru fram í skýrslu nefndar forsætisráðherra í apríl 2013 þar sem fjallað var um samhæfða framkvæmd stjórnvalda við að tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota. Tillagan komst ekki til framkvæmda þá þar sem fjármagn skorti. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir augljóst að staða sem þessi geti skipt miklu máli sem liður í aðgerðum gegn ofbeldi og afleiðingum þess:

„Ég lagði því áherslu á að tryggja fjármuni fyrir þessari stöðu til eins árs en áformað er að sálfræðingurinn sem ráðinn verður sinni ekki einungis þolendum kynferðisofbeldis heldur einnig þolendum annars ofbeldis sem þurfa á stuðningi og meðferð að halda“ sagði Eygló Harðardóttir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum