Hoppa yfir valmynd
19. desember 2014 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Neyðarvistun vegna mansals verður í Kvennaathvarfinu

Eygló Harðardóttir og Sigþrúður Guðmundsdóttir
Eygló Harðardóttir og Sigþrúður Guðmundsdóttir

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, undirrituðu í dag samning sem tryggir örugga neyðarvistun í Kvennaathvarfinu fyrir konur sem sætt hafa mansali eða grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. Samningurinn er gerður á grundvelli áætlunar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir gegn mansali fyrir árin 2013–2016.

Samningurinn við Kvennaathvarfið gerir lögreglu, félagsþjónustu sveitarfélaga og öðrum viðurkenndum samstarfsaðilum kleift að bjóða meintum fórnarlömbum mansals skjól á meðan unnið er að rannsókn máls og sérfræðingar í velferðarþjónustu geta veitt ráðgjöf og stuðning. Meðan á neyðarvistun stendur mun sérfræðiteymi fjalla um mál þeirrar konu sem í hlut á og tryggja að henni verði veitt viðeigandi aðstoð, öryggi og vernd eftir að dvöl í Kvennaathvarfinu lýkur.

Samningurinn er til tveggja ára og tók gildi við undirritun. Velferðarráðuneytið mun við upphaf samningsins greiða Samtökum um kvennaathvarf tvær milljónir króna til að mæta auknum öryggiskröfum sem leiða af samningnum og vegna þjálfunar starfsfólks.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira