Hoppa yfir valmynd
19. desember 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tölulegar upplýsingar um launagreiðslur til lækna

Leitað hefur verið eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að það birti tölulegar upplýsingar um laun lækna sem starfa hjá ríkinu. Af því tilefni hefur ráðuneytið annars vegar tekið saman gögn um meðallaun þeirra lækna sem þiggja laun frá ríkinu og hins vegar upplýsingar um meðaltal heildarlauna lækna sem starfa á Landsspítala Íslands, sundurliðaðar eftir stöðuheitum.

Tekið skal fram að hér eru meðtalin öll laun lækna; dagvinnulaun, yfirvinnulaun, vaktaálag, stjórnunarálag, helgunarálag, menntunarálag o.fl.

I. 

Meðallaun lækna á launaskrá hjá ríkinu á árinu 2013 voru kr. 1.126.292.- á mánuði.  Skurðlæknar eru hér ekki meðtaldir. Heildarfjöldi ársverka sem að baki þessu meðaltali liggur er 569.

II.

Heildarlaunagreiðslur til lækna sem starfa á Landsspítala Íslands, sundurliðaðar eftir starfsheitum, voru að meðaltali sem hér segir á árinu 2013 (reiknað á ársverk):

Starfsheiti 
Fjöldi ársverka  
 Meðaltal heildarlauna
Læknafélag Íslands    
 Kandídat 33  671.716
 Almennur 109  858.119
 Sérfræðingur 207  1.133.310
 Yfirlæknir 66  1.342.183
Skurðlæknafélag Íslands    
 Sérfræðingur
43  1.296.389
 Yfirlæknir 25  1.673.486

III.

Heildarlaunagreiðslur til lækna sem starfa við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sundurliðaðar eftir starfsheitum, voru að meðaltali sem hér segir á árinu 2013 (reiknað á ársverk):
 Starfsheiti
Fjöldi  ársverka   
Meðaltal  heildarlauna 
 Læknafélag Íslands    
 Almennur læknir 41  608.433 
 Sérfræðingur 73  1.013.696 
 Yfirlæknir 20  1.183.820 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira