Hoppa yfir valmynd
22. desember 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþingi samþykkir breytingar á lögum er varða ofanflóðasjóð

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi í fyrra.
Frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi 2011

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (tengill). Með breytingunum er heimild til að nota fé úr ofanflóðasjóði til að taka þátt í kostnaði við hættumat eldgosa framlengd um þrjú ár auk þeirrar nýbreytni að heimilt verður að ráðstafa fé úr ofanflóðasjóði til að taka þátt í greiðslu kostnaðar við hættumat vegna vatnsflóða og sjávarflóða.

Mikilvægi hættumats hefur glögglega komið í ljós í umbrotunum sem nú standa yfir í Bárðarbungu og Holuhrauni. Íslenskt samfélag verður að geta brugðist rétt við eldgosavá sem og annarri náttúruvá og er hættumat nauðsynleg forsenda þess að allir viðbragðsaðilar geti unnið skipulega og markvisst við slíkar aðstæður.

Þá verður hættumat í fyrsta skipti einnig unnið fyrir vatnsflóð og sjávarflóð en mikilvægt er að fyrir liggi upplýsingar um flóð og flóðahættu vatns- og sjávarflóða, t.d. þegar sveitarfélög taka ákvarðanir um landnotkun. Eins þarf að byggja upp kerfi til að hægt sé að vara við flóðum og fylgjast með framgangi þeirra með viðvörunarkerfi og vöktunarmælum. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum