Hoppa yfir valmynd
29. desember 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samningar um tvísköttun og upplýsingaskipti fullgiltir á árinu

Tveir tvísköttunarsamningar voru fullgiltir á árinu og koma þeir til framkvæmda 1. janúar 2015.  Annars vegar er um að ræða endurgerðan samning við Bretland sem kemur í stað eldri samnings frá árinu 1991. Hinn samningurinn er nýr, en hann er við Kýpur.  

Tveir upplýsingaskiptasamningar voru einnig fullgiltir á árinu, við Marshall-eyjar þann 30. ágúst 2014 og við Niue þann 21. júní 2014. Komu þeir strax til framkvæmda við fullgildingu að því er varðar refsiverð skattalagabrot. Önnur málefni sem falla undir samninginn koma til framkvæmda 1. janúar 2015. 

Samningarnir verða birtir í C deild stjórnartíðinda í byrjun árs en þar til er hægt að nálgast þá á heimasíðu ráðuneytisins

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum