Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ný stjórn Fjármálaeftirlitsins

Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður FME
Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður FME.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME), en skipunartími fyrri stjórnar rann út um áramót. Ásta Þórarinsdóttir er skipuð formaður stjórnar FME. 

Samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi fer þriggja manna stjórn, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra til fjögurra ára í senn, með yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins. Hlutverk stjórnar er að móta áherslur í starfi og fylgjast með starfsemi og rekstri Fjármálaeftirlitsins. Meiri háttar ákvarðanir skal bera undir stjórnina til samþykktar eða synjunar. 

Ásta Þórarinsdóttir lauk BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands 1994 og MS gráðu í Investment Management frá City University í London 1996. Hún hefur einnig lokið prófi í verðbréfamiðlun. 

Ásta starfaði hjá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands frá 1994 og síðar Fjármálaeftirlitinu allt til ársins 2005. Hún er framkvæmdastjóri Evu ehf. móðurfélags Sinnum, sem starfar á velferðarsviði.   

Ásta hefur setið í mörgum stjórnum og nefndum bæði á einkamarkaði og hjá hinu opinbera, s.s. hjá Jöklum – verðbréfum, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, ISB Holding, LÍN og Yfirfasteignamatsnefnd. 

Auk formanns eiga eftirtaldir aðal- og varamenn sæti í stjórn FME: 

  • Tómas Brynjólfsson, aðalmaður (varaformaður) 
  • Arnór Sighvatsson, aðalmaður, 
  • Friðrik Ársælsson, varamaður, 
  • Ástríður Jóhannesdóttir, varamaður
  •  Harpa Jónsdóttir, varamaður   

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum