Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Ragnheiður Elín heldur opna fundi um náttúrupassa á Akureyri, Blönduósi, Egilsstöðum og Borgarnesi

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir

Á næstu dögum og vikum mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra gera víðreist um landið til að kynna frumvarp um náttúrupassa á opnum fundum. 

„Af hverju náttúrupassi?“ er yfirskriftin á fundunum en á þeim mun Ragnheiður Elín fara yfir helstu atriðin varðandi náttúrupassann og svo taka við líflegar umræður og skoðanaskipti.

Fundirnir eru að sjálfsögðu öllum opnir og er fólk hvatt til að mæta.



Næstu fundir:

Akureyri miðvikudaginn 7. janúar kl. 16:30 á Icelandair hótelinu.

Fundarstjóri: Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.


Blönduós föstudaginn 9. janúar kl. 16:00 á Pottinum.
Fundarstjóri: Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri Blönduósbæjar.

Egilsstaðir mánudaginn 12. janúar kl. 16:30 á Hótel Héraði.
Fundarstjóri: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjarðabyggð.

Borgarnes þriðjudaginn 13. janúar kl. 16:30 á Landnámssetrinu.
Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta