Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir styrkumsóknum
Ráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki af fjárlagalið ráðuneytisins 04-190-1.94 - Ýmis verkefni til verkefna á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar og byggðamála.
Framlögum þessum er einkum ætlað að styðja við uppbyggingu á starfsemi og verkefnum fyrirtækja og samtaka, ekki síst við upphaf þeirra, sem og að stuðla að uppbyggingu og eflingu atvinnulífs, nýsköpunar og atvinnuþróunar.
- Nánari upplýsingar má finna í auglýsingunni hér.