Opinn fundur í Reykjavík um náttúrupassa, þriðjudaginn 27. jan. kl. 17 á Grand hótel
Af hverju náttúrupassi? er yfirskrift á fundum sem Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur haldið hringinn í kringum landið á síðustu vikum. Nú er komið að höfuðborginni og næsti fundur er haldinn á Grand hótel á morgun (þriðjudag 27. janúar) kl. 17.
Á fundinum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum.
Allir áhugasamir hvattir til að mæta.