Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir
Lög Nr. 71/2008 um fiskeldi, með síðari breytingum, kveða á um að starfræktur skuli Umhverfissjóður sjókvíaeldis.
Í 20. grein (a) segir:
Umhverfissjóður sjókvíaeldis er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins og á forræði ráðherra. Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis. Með sjóðnum skal greiða kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Jafnframt er heimilt að veita veiðiréttarhöfum styrki úr sjóðnum til að mæta þeim kostnaði eða tekjumissi sem þeir hafa orðið fyrir vegna tjóns sem er ekki hægt að rekja til ákveðinnar eldisstöðvar.
Megin tekjur sjóðsins er innheimt árgjald af rekstrarleyfishöfum sjóvíaeldis.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Í umsóknum skal gera skýra grein fyrir markmiðum, verkáætlun og vinnutilhögun við þau verkefni sem sótt er um styrk til. Sérstaklega sé gerð sundurliðuð áætlun um fjárþörf vegna tækjakaupa, verkefnavinnu og ferðalaga sem og verkáfanga og áætluð verklok.
Umsóknum skal skilað til Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 23. febrúar 2015.
Frekari upplýsingar veita Grímur Valdimarsson og Ásta Einarsdóttir í síma 545 9700.