Japanskir blaðamenn kynna sér endurnýjanlega orkugjafa á Íslandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ræddi við hóp japanskra blaðamanna í Ráðherrabústaðinum í dag, en blaðamennirnir eru staddir hér á landi til að kynna sér meðal annars endurnýjanlega orkugjafa og sérþekkingu Íslands á því sviði. Forsætisráðherra ræddi jafnframt við þá um stöðu efnahagsmála á Íslandi og samskipti Íslands og Japan sem standa á traustum grunni, en á næsta ári eru 60 ár frá því ríkin tóku upp stjórnmálasamband.