Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Rafræn viðskipti rædd á aðalfundi ICEPRO þriðjudaginn 24. febrúar

IcePro
IcePro

Aðalfundur ICEPRO 2015 verður haldinn á Snæfelli, Hótel Sögu þriðjudaginn 24. febrúar og hefst kl. 12:00. 

ICEPRO er samstarfsvettvangur um rafræn viðskipti. Þar sitja við sama borð opinberir aðilar, fyrirtæki og aðilar úr upplýsingatæknigeiranum og miðla af reynslu, setja stefnu, skilgreina ferli og sannreyna tækni. 

Dagskrá:

  • Afhending fundargagna - hádegisverður
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytur ávarp og afhendir EDI-bikarinn því fyrirtæki, stofnun eða lausn sem skarað hefur fram úr á sviði rafrænna samskipta, á nýliðnu starfsári. Þetta er 19. árið sem verðlaunin eru veitt.
  • Bergljót Kristinsdóttir, deildarstjóri upplýsingatæknideildar Veritas, fjallar um efnið "Eru rafrænir reikningar arftaki EDI samskipta?"
  • Vilma Svövudóttir, starfsmaður upplýsingatæknideild Ölgerðarinnar, fjallar um efnið "Framtíðin með rafrænum reikningum hjá Ölgerðinni".



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta