Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2015 Matvælaráðuneytið

Fjárfestingarsamningur við Matorku um fiskeldisstöð í Grindavík undirritaður

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Árni Páll Einarsson
Ragnheiður Elín Árnadóttir og Árni Páll Einarsson

Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fjárfestingarsamning við Matorku ehf. vegna fyrirhugaðrar fiskeldisstöðvar í Grindavík. Áætlað er að framleiðsla hefjist á þessu ári og fullum afköstum verði náð á árinu 2016. 

Áætluð ársframleiðslugeta er 3.000 tonn af eldisfiski og mun framleiðslan skapa 40 varanleg störf.

Heildarfjárfesting fjárfestingarverkefnisins hljóðar upp á tæpar 1.430 m.kr.

Fjárfestingarsamningurinn miðar við að félaginu verði veittir afslættir af sköttum og gjöldum til samræmis við þær ívilnanir sem fram koma í frumvarpi til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi sem liggur fyrir á Alþingi. Ívilnanirnar eru jafnframt í samræmi við ívilnanir til annarra nýfjárfestingarverkefna sem eru í burðarliðnum og þá fjárfestingarsamninga sem gerðir hafa verið á undanförnum misserum. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira