Hoppa yfir valmynd
6. mars 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Kolvetnisrannsóknarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

Kolvetnisrannsóknarsjóður er mennta- og rannsóknasjóður í tengslum við kolvetnisstarfsemi á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2015

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að því að efla rannsóknir og vísindalega þekkingu á kolvetnisauðlindum á landgrunni Íslands og á skilyrðum til myndunar þeirra, ásamt rannsóknum á tækni sem beita má við þær aðstæður er þar ríkja. Sjá nánar í reglugerð um sjóðinn og verklagsreglum hans.

Áherslur við úthlutun 2015:

  • Rannsóknir á setlögum frá því fyrir opnun Norður-Atlantshafsins á Jan Mayen hryggnum.

Ýmsar aðferðir á sviði setlagafræði, jarðefnafræði, jarðeðlisfræði og jarðfræði má nota við rannsóknirnar. Við skipulag rannsókna ber að hafa í huga opnunarsögu Norður-Atlantshafsins og áhrif hennar á jarðfræði rannsóknarsvæðisins.

Umsókn skal senda rafrænt í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar.

Upplýsingar um kolvetnisrannsóknarsjóð.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta