Viðbrögð við ráðgefandi áliti ESA
ESA Eftirlitsstofnun EFTA gaf út rökstutt álit þann 4. mars vegna skorts á upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í tveimur málum á sviði fæðuöryggis og dýraheilbrigðis.
Málið lýtur annars vegar að framkvæmd á innleiðingu gerða í flýtimeðferð og hins vegar að tilnefningum á svokölluðum tilvísunarránnsóknarstofum.
Ráðuneytið sendi ESA þrjú bréf í dag þar sem upplýsingar voru veittar í þessum málum auk þess sem ráðuneytið baðst afsökunar á þessum óheppilega drætti á svörum.