Hoppa yfir valmynd
19. mars 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Boston.

Boston VII
Boston VII

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti „Seafood  Expo North America“  í Boston um nýliðna helgi, þar sem m.a. íslensk fyrirtæki voru með bása og kynningar. Þau voru heimsótt og einnig var fundað með bandarískum stjórnmála- og embættismönnum og fulltrúum annarra ríkja sem sóttu sýninguna. Sendiherrar Íslands í Kanada og Bandaríkjunum, Sturla Sigurjónsson og Geir Haarde, tóku þátt í dagskrá tengdri sýningunni.  Robert Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, var einnig á svæðinu.

Mikill áhugi er á bandarískum vettvangi á þeirri fullvinnslu sem þróast hefur í íslenskum sjávarútvegi og íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í heimsóknum og samtölum við kaupendur íslensks sjávarfangs og eldisfisks kom skýrt fram að gæði íslensku afurðanna væru óumdeild. Einstakt væri að geta boðið ferskan fisk í búðum í Bandaríkjunum 2-3 dögum eftir að hann er veiddur á Íslandsmiðum.  Aukinni flutningsgetu vestur um haf var fagnað enda spurn eftir fiski að aukast.  Kallað er eftir frekari stuðningi við markaðsstarf og að tryggja þurfi rekjanleika í gegnum allt framleiðsluferlið.

Bandaríkin, að frumkvæði Alaska, héldu fund með fulltrúum  frá Noregi, Íslandi og Kanada um vottanir og sjávarafurðir. Ræddir voru kostir og gallar ólíkra vottunarkerfa og helstu kröfur kaupenda til vottana. Þeir sem sátu fundinn voru sammála um mikilvægi þess að stærstu framleiðsluríki sjávarafurða í heiminum ættu reglulegt samtal um þessi mál.

Ferðin var skipulögð í samvinnu við Íslandsstofu.

Boston I


Þór Sigfússon framkvæmdarstjóri íslenska sjávarklasans, Helga Sigurrós aðstoðarmaður ráðherra, Geir Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, Elizabeth Warren öldungardeildarþingmaður frá Massachussets, Sigurður Ingi og Robert Barber sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Boston II


Frá fundi með Seth Moulton þingmanni í Massachusett.

Boston III


Með Stavis, stofnanda North Coast Seafood. North Coast Seafood hefur verið í áratuga viðskiptum við íslenska útflutningsaðila og er einn af stærri innflytjendum íslenskra sjávarafurða í Bandaríkjunum.

Boston IV


Eimskip er með starfsemi í Portland Maine en þar er mikilvæg innflutningshöfn fyrir íslenskar sjávarafurðir sem fara á Bandaríkjamarkað. Á myndinni eru Richard Winston Mark d´Abo stjórnarformaður Eimskip, Geir Haarde sendiherra, Paul Richard LePage ríkisstjóri í Maine og Sigurður Ingi. LePage lýsti yfir mikilli ánægju með starfsemi Eimskips á svæðinu og mikilvægi hennar fyrir Maine fylki.

Boston V


Fulltrúar Marel kynntu fjölbreytt vöruúrval á sýningunni.

Boston VI


Whole Foods selur íslenskar sjávar- og landbúnaðarafurðir. Í tengslum við fund um hvernig styðja megi við markaðssetningu íslenskra afurða í Bandaríkjunum var Whole Foods verslun heimsótt.

Boston VII


Robert Barber sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Sturla Sigurjónsson sendiherra í Kanada, Sigurður Ingi og Geir Haarde sendiherra í Bandaríkjunum ásamt Berglindi Steindórsdóttur sýningastjóra Íslandsstofu á sýningarsvæðinu.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta