Hoppa yfir valmynd
26. mars 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Ábyrgðin er okkar allra

Ragnheiður Elín og Grímur Sæmundsen formaður SAF
Ragnheiður Elín og Grímur Sæmundsen formaður SAF

Í ræðu við opnun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar lagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra áherslu á að ríkið, sveitarfélög, einkaaðilar og ferðaþjónustan bæru öll sameiginlega ábyrgð á verndun og uppbyggingu á ferðamannastöðum. Vissulega væru skoðanir skiptar en hagsmunaárekstrar megi ekki koma í veg fyrir að niðurstaða náist. 

Þá sagði ráðherra frá því að vinna væri hafin við að kortleggja sérstaklega uppbyggingarþörfina og stöðuna á þeim svæðum sem ríkið á eða hefur umsjón með. Ætlunin er að ljúka brýnum viðhaldsverkefnum og nauðsynlegri uppbyggingu á þessum svæðum á næstu fimm árum óháð því hver niðurstaðan verður með náttúrupassann.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta