Skaðleg áhrif eldgossins í Holuhrauni minni en óttast var í fyrstu.
Á málþingi sem haldið var 23. mars 2015, um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki kom fram að þrátt fyrir að gífurlegt magn mengunarefna hefði komið upp með gosinu, þá væru líkurnar á að gosið hefði alvarlegar afleiðingar á lífríki og dýralíf minni en menn hafi óttast. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað og ekki hægt að fullyrða neitt fyrr en fyrirhugaðri rannsóknavinnu er lokið.
Erindin á ráðstefnunni:
Málþingið var haldið af Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Bændasamtökum Íslands, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.