Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Herdís Sæmundardóttir er nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar

Byggðastofnun
Byggðastofnun

Tilkynnt var um nýja stjórn Byggðastofnunar á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn er í dag í Vestmannaeyjum. Í ræðu ráðherra þakkaði hann Þóroddi Bjarnasyni fráfarandi formanni stjórnar fyrir störf hans og bauð um leið Herdísi Sæmundardóttur velkomna til starfa. 

Samkvæmt 3. gr. laga nr. 106/1999 um Byggðastofnun skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sjö menn í stjórn stofnunarinnar og jafnmarga til vara til eins árs í senn.  Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar jafnframt formann og varaformann. 

Stjórn Byggðastofnunar:

  • Herdís Sæmundardóttir, formaður
  • Einar E. Einarsson, varaformaður
  • Valdimar Hafsteinsson
  • Ásthildur Sturludóttir
  • Karl Björnsson
  • Oddný María Gunnarsdóttir
  • Sigríður Jóhannesdóttir

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta