Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Mögulegar úrbætur vegna mygluvanda til umfjöllunar


Röng vinnubrögð við hönnun og mannvirkjagerð, vanræksla á viðhaldi og röng notkun á húsnæði virðast vera helstu orsakir raka- og mygluvandamála í húsnæði, að mati starfshóps sem fjallað hefur um myglusvepp og tjón af hans völdum. Tækifæri til úrbóta felast helst í aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum á sviðinu sem leitt gæti til nýrra og bættra vinnubragða og byggingaraðferða.

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði starfshópinn í júní 2014 til að endurskoða lög og reglugerðir á sviði byggingarmála og hollustuhátta með tilliti til myglusvepps og tjóns af hans völdum. Starfshópurinn skilaði ráðherra skýrslu sinni í lok mars þar sem fram koma niðurstöður starfshópsins og tillögum hans að úrbótum. Með skýrslunni fylgir lögfræðileg greinargerð um réttarstöðu þeirra sem verða fyrir tjóni af völdum myglusvepps í húsnæði þar sem fjallað er um ábyrgð helstu aðila í þessu sambandi og þær vátryggingar sem eru í boði.

Starfshópurinn bendir á að skilvirkt byggingareftirlit gegni mikilvægu hlutverki. Í samantekt skýrslunnar í 9. kafla eru tillögur starfshópsins til úrbóta settar fra, í 18 liðum, þar á meðal þær laga- og reglugerðarbreytingar sem talið er að ráðast þurfi í.  

Skýrsla starfshóps um endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði.

Hús í Reykjavík
Byggingar í Reykjavík.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum