Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Borghildur Erlingsdóttir í stjórn framkvæmdaráðs EPO

EPO
EPO

Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar, var á fundi framkvæmdaráðs Evrópsku einkaleyfastofunnar þann 25. mars 2015 kosin í fimm manna stjórn framkvæmdaráðsins.
 
Evrópska einkaleyfastofan (European Patent Office - EPO) er fjölþjóðleg stofnun sem sett var á fót með Evrópska einkaleyfasamningnum árið 1973 og eru aðildarríkin alls 38. Ísland hefur verið aðili að samningnum frá 1. nóvember 2004. Stofnunin veitir evrópsk einkaleyfi, sem geta tekið gildi í öllum aðildarríkjum samningsins, auk þriggja annarra ríkja sem standa utan við hann.
 
Höfuðstöðvar Evrópsku einkaleyfastofunnar eru í München og hefur stofnunin sjálfstætt framkvæmdavald og sjálfstæðan fjárhag. Yfirstjórn EPO er í höndum framkvæmdaráðs, sem samanstendur af tveimur fulltrúum frá hverju samningsríki og hefur Borghildur átt sæti í ráðinu frá árinu 2010.
 
Þátttaka í stjórn framkvæmdaráðsins veitir mikilvægt tækifæri til að hafa áhrif á þróun einkaleyfamála í Evrópu sem mun vafalaust nýtast Einkaleyfastofunni og hagsmunum Íslands í framtíðinni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta