Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á heimsráðstefnu Alþjóða jarðhitasambandsins í Ástralíu

WorldGeothermalCongress
WorldGeothermalCongress

Þessa vikuna er haldin heimsráðstefna Alþjóða jarðhitasambandsins í Melbourne í Ástralíu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra situr ráðstefnuna en auk hennar eru þar um eitt hundrað Íslendingar. Ráðstefnan er haldin á fimm ára fresti og er hún aðal markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Ísland verður gestgjafaland ráðstefnunnar árið 2020.   

Áhugi á nýtingu jarðhita verður stöðugt meiri víða um lönd enda er nú aðeins örlítill hluti virkjanlegs jarðhita nýttur og tækifærin því mörg. Á ráðstefnunni koma saman helstu sérfræðingar heims um jarðhita og á ráðstefnunni er allt til umræðu sem lýtur að nýtingu jarðhita svo sem vísindi, tækni og fjármögnun. 

Íslensk fyrirtæki eru áberandi á ráðstefnunni og þá er gaman að geta þess að margir fyrrum nemendur Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi eru í lykilhlutverkum fyrir sín lönd. Ráðstefnunni lýkur föstudaginn 24. apríl og þá mun Ragnheiður Elín flytja ávarp.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta