Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2015 Matvælaráðuneytið

Niðurstaða náðist ekki á fundi strandríkja um kolmunna

kolmunni
kolmunni

Dagana 21.-23.apríl var haldinn strandríkjafundur í Clonakilty á Írlandi um veiðar á kolmunna fyrir árið 2015. Færeyingar boðuðu til fundarins og var hann framhald viðræðna sem hófust í október 2014.  

Engin niðurstaða náðist á milli strandríkjanna um skiptingu hlutdeildar. Á fundinum settu Færeyingar og Evrópusambandið fram sameiginlegar kröfur um stóraukna hlutdeild sér til handa á kostnað strandríkjanna Íslands og Noregs en lögðu þó til að hlutur Rússlands sem úthafsveiðiþjóðar héldist óbreyttur.

Færeyingar hyggjast boða til framhaldsfundar innan næstu tveggja mánaða en fundarstjórn vegna ársins 2016 verður í höndum Íslands.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum