Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Nýting jarðvarma er mikilvægur liður í loftslagsbaráttunni

WorldGeothermalCongress 1
WorldGeothermalCongress 1

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði lokaathöfn heimsráðstefnu Alþjóða jarðhitasambandsins í Melbourne í Ástralíu síðastliðinn föstudag. 

Í ávarpi ráðherra þakkaði hún Áströlum og Nýsjálendingum fyrir vel heppnaða ráðstefnu, en þjóðirnar tvær stóðu saman að heimsráðstefnunni í ár. Ráðherra ræddi einnig árangur Íslands í jarðhitamálum á síðustu áratugum, hvort sem er til húshitunar eða raforkuframleiðslu. Ráðherra ræddi mikilvægi samstarfs milli þjóða á alþjóðavísu við að auka nýtingu jarðvarma, en ekki síður samstarf á milli fyrirtækja og sagði aukna nýtingu jarðvarma mikilvægan lið í loftslagsbaráttunni.

WorldGeothermalCongress 3Samhliða ávarpi ráðherra tók hún á táknrænan hátt við áletraðri ár til marks um að næsta heimsráðstefna verður haldin á Íslandi árið 2020 og er undirbúningur að henni þegar hafinn.

Ráðherra hitti einnig Greg Hunt, umhverfisráðherra Ástralíu í tengslum við lokaathöfnina og ræddu ráðherrarnir m.a. möguleika á samstarfi Íslands og Ástralíu á sviði nýtingu jarðvarma.

Fyrr um morguninn hafði ráðherra auk þess setið málstofu á vegum Renewable Energy Alliance þar sem Óli Grétar Blöndal Sveinsson frá Landsvirkjun flutti erindi um vatnsafl – en fulltrúar samtaka allra endurnýjanlegra orkugjafa fluttu erindi á málstofunni.

WorldGeothermalCongress 4


WorldGeothermalCongress 3


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta