Hoppa yfir valmynd
7. maí 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Auglýst eftir umsóknum um styrki til hrossaræktar

Íslenskur hestur (NN-Norden.org)
Íslenskur hestur (NN-Norden.org)

Tilgangur styrkveitinga úr þróunarframlagi til hrossaræktar er að efla markaðssókn og ræktun íslenska hestsins og fylgja þannig eftir árangri þeim er náðst hefur í aukinni fagmennsku í hrossarækt og þjálfun íslenska hestsins. 

Styrkhæf eru hvers konar verkefni er lúta að:

  1. Kynbótum hrossa, fóðrun þeirra eða meðferð.
  2. Tamningum og þjálfun hrossa sem stuðla að auknum árangri og ávinningi.
  3. Markaðs-, kynningar- og nýsköpunarstarfi.

Lögð er megin áhersla á að styrkja átaks- og nýsköpunarverkefni sem geta orðið sjálfbær eftir að þróunartímabili þeirra lýkur, útgáfu- og kynningarstarfsemi og hagnýtar rannsóknir. Styrkir eru einkum veittir til félaga, samtaka eða einstaklinga. Árið 2015 hefur sjóðurinn til ráðstöfunar 6.050.000 m.kr.

Umsóknir skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en 3. júní 2015. Í umsóknum skal gerð skýr grein fyrir verkefninu sem í hlut á, markmiði þess ásamt framkvæmdaáætlun og sundurliðaðri kostnaðaráætlun.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra.

Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Hólm Másdóttir 

 Íslenskur hestur (NN-Norden.org)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta