Hoppa yfir valmynd
20. maí 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra tók þátt í ferðamálaráðstefnu í Frankfurt

MEET IN REYKJAVIK
MEET IN REYKJAVIK

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heimsótti á þriðjudag IMEX ferðakaupstefnuna í Frankfurt sem fer fram dagana 19-21. maí. 


Ragnheiður Elín og Xasa TokozileVar ráðherra boðið sérstaklega til kaupstefnunnar til þátttöku á IMEX 2015 Politicians Forum þar sem rúmlega 30 stjórnmálamenn og um 20 forystumenn úr greininni víðsvegar að úr heiminum komu saman. Þar voru meðal annars Johan Dahl, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Færeyja og Xasa Tokozile, aðstoðarráðherra ferðamála í Suður-Afríku.


Auk þess að taka þátt í ráðstefnunni tók Ragnheiður Elín þátt í sérstökum hringborðsumræðum þar sem ráðherrar og embættismenn frá 12 löndum ræddu um umhverfi „MICE-markaðar“ í hverju landi, en þar er átt við þann hluta ferðaþjónustunnar sem snýr að ráðstefnum, alþjóðlegum fundum, hvataferðum, sýningum og viðburðum. 

Við íslenska básinnMeet in Reykjavík er með bás á IMEX þar sem fulltrúar íslenskra fyrirtækja kynna þjónustu sína.

Um 9,5% þeirra ferðamanna sem koma til Íslands koma vegna viðburða af þessu tagi og rannsóknir sýna að þeir ferðamenn eyði talsvert meira en almennir ferðamenn. „MICE-markaðurinn“ hefur stækkað hratt á undanförnum árum og stendur í dag undir um 15% tekna af ferðaþjónustu á Íslandi. Meðal þess sem nú er skoðað í þeirri stefnumótun sem ráðuneytið vinnur að er í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar er með hvaða hætti megi auka þennan þátt ferðaþjónustunnar enn frekar.











Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta