Ágúst Bjarni Garðarsson ráðinn aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Ágúst Bjarni Garðarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hefur hann störf í dag. Ágúst hefur starfað sem stundakennari, verkefnisstjóri og nú síðast á skrifstofu utanríkisráðherra. Ágúst lýkur meistaraprófi í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík í næsta mánuði. Hann er í sambúð með Áslaugu Maríu Jóhannsdóttur sálfræðinema og saman eiga þau dreng.