Hoppa yfir valmynd
11. júní 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Auknir möguleikar á útflutningi matvæla til Kína

Mei Kebao og Sigurður Ingi
Mei Kebao og Sigurður Ingi

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði  í dag samstarfssamning milli Kína og Íslands um gagnkvæma viðurkenningu á eftirliti á hollustuháttum í viðskiptum á sviði matvæla á milli landanna. Að hálfu Kína undirritaði Mei Kebao aðstoðarráðherra samninginn en ráðuneyti hans fer með yfirstjórn gæðaeftirlits matvæla í Kína. 

Fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi 1. júlí 2014 og er þetta samkomulag forsenda fyrir útflutningi íslenskra fyrirtækja á matvælum til Kína og opnast með því möguleikar til enn frekari viðskipta. 


Sigurður Ingi og Mei Kebao

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta