Hoppa yfir valmynd
11. júní 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Fundum strandríkja um veiðistjórnun á norsk-íslenskri síld og kolmunna lokið án niðurstöðu

kolmunni
kolmunni

Dagana 3.-4. júní var haldinn strandríkjafundur í London um framtíðar veiðistjórnun á norsk-íslenskri síld. Þá var haldinn í Edinborg strandríkjafundur um veiðistjórnun á kolmunna dagana 9.-11. júní.  

Á hvorugum fundinum náðist niðurstaða um skiptingu hlutdeildar þjóðanna í heildarveiðinni. Á fundinum um kolmunna lögðu Færeyjar og Evrópusambandið fram sameiginlega tillögu um skiptingu sem felur í sér stóraukinn hlut Færeyja og Evrópusambandsins á kostnað Íslands og Noregs, þó mest á kostnað Íslands. Veldur þessi tillöguflutningur miklum vonbrigðum.

Stefnt er að framhaldi viðræðna um veiðistjórnun beggja stofna í lok júní.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta