Leiga á einkabílum - reglugerð til umsagnar
Ný lög um leigu skráningarskyldra ökutækja voru samþykkt á Alþingi þann 30. júní síðastliðinn en lögin taka nú til dæmis til útleigu á öllum skráningarskyldum ökutækjum ásamt því að veita Samgöngustofu ríkari eftirlitsheimildir með starfsemi leiganna.
Einnig er nýmæli að heimila leigu einkabíla að tilstuðlan leigumiðlana, svokallaðra einkaleiga. Ný reglugerð á grundvelli laganna mun fljótlega taka gildi og eru drög að henni nú birt og óskað eftir umsögnum.
Umsagnarfrestur er til 29. júlí nk. og hægt að senda athugasemdir á netfangið [email protected].