Hoppa yfir valmynd
15. júlí 2015 Matvælaráðuneytið

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tryggt viðbótarfjármagn til sauðfjárveikivarnargirðinga til að bæta úr brýnustu þörfinni.

Sauðkind
Sauðkind

Eins og kunnugt er kom upp riða á þremur bæjum á Norðurlandi vestra fyrr á þessu ári. Bændur og dýralæknar eru uggandi yfir því að riða kunni að breiðast út frá því svæði, einkum vegna lélegs ástands sauðfjárveikivarnargirðinga, yfir á svæði sem hafa verið hrein eða þar sem ekki hefur greinst riða á undanfarin ár. Á þessu ári hefur Matvælastofnun 11 milljónir króna til viðhalds og niðurrifs eldri girðinga. Ljóst er að það fjármagn dugir ekki til að uppfylla lágmarks viðhald þeirra.

Nú hefur ráðherra tryggt viðbótarfjármagn allt að 10 milljónum króna til viðhalds á sauðfjárveikivarnargirðingum á þessu sumri til þess að bæta úr brýnustu þörfinni. Verður þessum fjármunum varið til bráðaviðgerða á þeim svæðum sem mest hætta er talin vera á um útbreiðslu veikinnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum