Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Sjávarútvegsráðherra fagnar niðurstöðu ráðherra ríkja í Norður-Atlantshafinu

Ráðherrar og embættismenn ríkja í Norður-Atlantshafi
Ráðherrar og embættismenn ríkja í Norður-Atlantshafi

Samþykkt var á fundi sjávarútvegsráðherra ríkja í Norður-Atlantshafinu, sem nú stendur yfir á Möltu, að Ísland boði til sérstaks fundar háttsettra embættismanna vegna stöðunnar í viðræðum strandríkja um deilistofna. Markmiðið með fundinum er að gaumgæfa nýjar leiðir sem gætu leitt til samninga um deilistofna, en um engan þeirra er nú gildandi samningur. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sem lagði til að halda sérstakan fund um deilistofnana, en hingað til hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum um þá.

Sigurður Ingi Jóhannsson: „Ég fagna þessari niðurstöðu fundarins, enda var þetta það sem Ísland lagði upp með. Það er mikilvægt að þegar viðræður sigla í strand að reyna að finna nýjar leiðir og vinda ofan þrátefli sem engu skilar. Vonandi verður þetta til þess að þjóðirnar nái saman, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir alla.“

Ráðherrar á fundinum komu frá Íslandi, Noregi, Evrópusambandinu, Rússlandi, Grænlandi og Færeyjum, en frá Kanada mættu háttsettir embættismenn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta