Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Þjóðarátaki um læsi hleypt af stokkunum

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Einarsdóttir frá SAMFOK, f.h. Heimilis og skóla, undirrituðu Þjóðarsáttmála um læsi við athöfn í Borgarbókasafninu

IMG_8014

Fyrsta undirritun Þjóðarsáttmála um læsi var í Borgarbókasafninu í dag þegar Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Einarsdóttir fulltrúi Heimilis og skóla undirrituðu hann að viðstöddum hópi leikskólabarna og fleiri gesta. Við athöfnina söng Ingó veðurguð lag Bubba Morthens við nýjan texta; Það er gott að lesa.

Til að sameina krafta allra við að auka lestrarhæfni barna hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti í samvinnu við sveitarfélög, skóla og heimili unnið að gerð Þjóðarsáttmála um læsi, sem hefur það markmið að öll börn geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun, sem miðar að því að á næstu fimm árum verði innleiddar margþættar umbætur sem mun skila okkur enn betra menntakerfi til framtíðar.


Þjóðarsáttmáli um læsi er í senn yfirlýsing og samningur við hvert sveitarfélag í landinu um sameiginlegan skilning á mikilvægi læsis og að unnið verði eftir fremsta megni að því marki að a.m.k. 90% nemenda í hverju sveitarfélagi geti lesið sér til gagns árið 2018 en landsmeðaltalið núna er um 78%. Mennta- og menningarmálaráðherra mun hitta fulltrúa sveitarstjórnanna á 11 stöðum um landið á næstu vikum til að undirrita samninginn. Næstu undirritanir verða í dag, mánudag 24. ágúst kl. 13.30 í Gljúfrasteini og kl. 16.00 í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira