Hoppa yfir valmynd
16. september 2015 Matvælaráðuneytið

Frumvarp til breytinga á lögum um ársreikninga lagt fram til umsagnar

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun nú á haustþingi leggja fram frumvarp til breytingar á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga.

Meginbreytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu lúta að einföldun fyrir lítil félög í landinu, að draga úr umsýslukostnaði minnstu félaganna og bæta viðskiptaumhverfi þeirra. 

Vinnuhópur á vegum ráðuneytisins sem samanstóð af fulltrúum frá ársreikningaskrá, Fjármálaeftirlitinu, Félagi löggiltra endurskoðenda og Félagi bókhaldsstofa vann að breytingum sem fram koma í þessu frumvarpi.  Vinna hópsins byggðist á þremur megin þáttum:

  1. Yfirferð regluverks með tilliti til einföldunar
  2. Innleiðing á nýrri ársreikningatilskipun Evrópusambandsins nr. 2013/34/ESB
  3. Ábendingum frá haghöfum

Drög að frumvarpinu eru nú birt á heimasíðu ráðuneytisins til almennrar kynningar og er öllum frjálst að senda inn athugasemdir vegna þeirra. Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en 30. september með tölvupósti á tölvupóstfangið [email protected] eða bréflega til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.

Vakin er athygli á því að frumvarpsdrögin eru lifandi skjal sem getur tekið breytingum þar til ráðherra leggur það fram á Alþingi í haust. 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum