Dómsmálaráðuneytið

Umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara við Hæstarétt Íslands

Dómnefnd sem metið hefur umsækjendur um embætti hæstaréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar 10. júlí síðastliðinn hefur lokið störfum og skilað innanríkisráðuneytinu umsögn sinni. 

haestirettur
Hæstiréttur Íslands

Um embættið sóttu Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og lagadeild Háskóla Íslands, Ingveldur Einarsdóttir, settur dómari við Hæstarétt Íslands, og Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Niðurstaða dómnefndar er að Karl Axelsson sé hæfastur til að hljóta skipun í embættið.

Umsögnin er hér með birt í heild sinni í samræmi við 2. mgr. 8. gr. reglna nr. 620/2010 um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti. Dómnefndina skipuðu Gunnlaugur Claessen, Óskar Sigurðsson, Páll Þórhallsson, Símon Sigvaldason og Stefán Már Stefánsson.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn