Hoppa yfir valmynd
7. október 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrsla um háskóla og vísindi á Íslandi

Skýrslan lýsir stöðu háskóla- og rannsóknarstarfsemi um þessar mundir, meðal annars með tilvísun í nýjar tölulegar upplýsingar um málaflokkinn

Hask1

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út skýrslu um háskóla- og vísindakerfið á Íslandi. Hún fjallar um sögu og þróun kerfisins frá stofnun Háskóla Íslands árið 1911 og lýsir stöðu háskóla- og rannsóknarstarfsemi í landinu um þessar mundir með tilvísun í nýjar tölulegar upplýsingar um málaflokkinn. Í skýrslunni eru háskólar og vísindastarfsemi hér á landi sett í alþjóðlegt samhengi og  gefin fjölmörg dæmi um leiðir sem farnar hafa verið í stefnumörkun um málaflokkinn erlendis.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti undirbýr stefnumótun í háskóla- og vísindamálum og er skýrslunni meðal annars ætlað að vera grundvöllur til að byggja á í því efni.

Háskólar og vísindi á Íslandi 2015


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira