Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2015 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Reynt verður að ná Jóni Hákoni BA af hafsbotni

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur rannsakað sjóslysið þegar fiskveiðiskipið Jón Hákon BA 60 sökk við Aðalvík 7. júlí síðastliðinn. Nefndin hefur upplýst ráðuneytið um að hún telji nauðsynlegt að ná skipinu af hafsbotni til að ljúka rannsókn slyssins og hefur nefndin ákveðið að það verði reynt.

Ekki er fyllilega ljóst á þessari stundu hvað verkið muni kosta en það ræðst af ýmsum þáttum svo sem aðstæðum á slysstað. Ráðuneytið hefur komið því á framfæri við nefndina að það muni styðja við verkefnið sé þörf á því. Stefnt er að því að hefja aðgerðir á næstu vikum eða strax og aðstæður leyfa.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira