Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2015 Dómsmálaráðuneytið

Framlenging vegabréfa gildir lengst til 24. nóvember

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir breytingu á reglugerð um vegabréf sem er í því fólgin að felld verður niður heimild til framlengingar á vegabréfum sem runnið hafa út. Breytingin er til komin þar sem reglur Alþjóða flugmálastofnunarinnar, ICAO, krefjast þess að vegabréf þurfi að vera véllesanlegt til að teljast gilt ferðaskilríki.

Krafan um að vegabréf skuli vera læsileg vélrænt er ófrávíkjanleg frá og með 24. nóvember næstkomandi. Ísland hefur til þessa nýtt undanþágu frá reglunni og framlengt vegabréf íslenskra ríkisborgara sé þess óskað. Framlengt vegabréf telst ekki gilt sem ferðaskilríki eftir 24. nóvember og af þeim sökum er nauðsynlegt að fella úr gildi þau ákvæði reglugerðar nr. 560/2009 sem heimilað hafa framlengingar vegabréfa.

Talið er að um 3000 manns hafi vegabréf með framlengingu sem nær fram yfir 24. nóvember. Mun Þjóðskrá tilkynna handhöfum þeirra að vegabréfin teljist ekki fullgild ferðaskilríki eftir þann tíma þar sem þau séu ekki véllesanleg.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum