Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2015 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

„Ofbeldi þrífst í aðgreiningu“

Eygló Harðardóttir og Sigríður Jónsdóttir
Eygló Harðardóttir og Sigríður Jónsdóttir

Fatlaðar konur í Tabú og Kvennahreyfingu Öryrkjabandalags Íslands afhentu í dag Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, kröfuskjal um aðgerðir til að vinna gegn ofbeldi í garð fatlaðs fólks og færðu henni jafnframt skömm í hattinn á táknrænan hátt. Ráðherra afhenti þeim við sama tækifæri upplýsingar um aðgerðir ráðuneytisins til að sporna við ofbeldi.

Sigríður Jónsdóttir las ráðherra kröfugerðina og afhenti hana síðan fyrir hönd hópsins. Rauði þráðurinn í kröfugerðinni lýtur að því að vinna þurfi gegn aðgreiningu í samfélaginu og að ofbeldi þrífist við þær aðstæður. Eygló þakkaði hópnum fyrir þeirra mikilvæga framlag til vitundarvakningar í samfélaginu vegna ofbeldis gegn fötluðu fólki og tók undir áherslur þeirra um að vinna gegn aðgreiningu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira