Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2015 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Fundaði með orkumálaráðherra Tyrklands

Ragnheiður Elín Árnadóttir fundar með orkumálaráðherra Tyrklands - mynd

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundaði í morgun í Istanbúl með Ali Riza Alaboyun, orkumálaráðherra Tyrklands.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir möguleika til aukins samstarfs ríkjanna á sviði orkumála, einkum í jarðhitamálum. Ragnheiður Elín ræddi árangur Íslands á sviði jarðvarmanýtingar síðustu áratugi og efnahagslegan ávinning af því fyrir Ísland. Auk þess ræddi hún hugmyndafræði Auðlindagarðsins á Reykjanesi og þá fjölbreyttu starfsemi sem þar er að finna sem sprottin er upp út frá raforkuvinnslu með jarðvarma.

Ákveðið var að setja af stað undirbúning að heimsókn tyrkneskrar sendinefndar til Íslands þar sem fulltrúar frá Tyrklandi munu kynna sér þekkingu og reynslu Íslendinga á þessu sviði með það að markmiði að skoða frekari nýtingu í Tyrklandi í samstarfi við íslenska aðila. Tyrkir framleiða í dag um 500MW af raforku með jarðvarma, en talið er að heildar orkuframleiðslugeta með jarðvarma, bæði til raforkuvinnslu og húshitunar, í Tyrklandi sé um 30.000 MW.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira