Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynlegar myndir

Jafnréttisþing 2015 stendur nú yfir og er hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá því

Í dag stendur yfir jafnréttisþing á Hilton Reykjavík Nordica. Í ár er áherslan lögð á stöðu kvenna og kynjaðar birtingarmyndir á opinberum vettvangi en markmiðið er að varpa ljósi á ólíka stöðu kynjanna í fjölmiðlum og kvikmyndum annars vegar og hins vegar að fjalla um umfang og eðli kynbundinnar hatursorðræðu. Jafnréttisþing er að þessu sinni haldið í samstarfi við menntamálaráðuneytið og fjölmiðlanefnd.

Fjöldi fyrirlesara verður með erindi á þinginu og leggur Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra lögbundna skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála árin 2013-2015 fyrir þingið. Aðalfyrirlesarar þingsins eru Maria Edström, lektor við rannsóknarstofnun um fjölmiðla og upplýsingamál við Háskólann í Gautaborg, og Anna Serner, forstöðumaður sænsku kvikmyndamiðstöðvarinnar, en Anna hefur í starfi sínu haft mjög jákvæð áhrif á stöðu kvenna innan sænska kvikmyndageirans.

Bein útsending frá þinginu

Bein útsending á vef Ríkisútvarpsins

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum