Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2015 Forsætisráðuneytið

Verkefnastjóri vinnur að eflingu lýðheilsu með ráðherranefnd

Una María Óskarsdóttir - mynd

Una María Óskarsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og mun starfa með ráðherranefnd um lýðheilsu, en efling lýðheilsu er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar.

Una María er með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræðum og meistarapróf í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands. Hún hefur verið verkefnisstjóri ráðherranefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum í félagsmálaráðuneytinu, aðstoðarmaður ráðherra í umhverfisráðuneytinu, verkefnisstjóri forvarna í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og átt sæti í verkefnisstjórn ráðherranefndar um lýðheilsu. Þá hefur hún starfað sem ritstjóri og lengi unnið að félagsmálum, m.a. sem forseti Kvenfélagasambands Íslands, í sveitarstjórnarmálum auk þess sem hún hefur stýrt starfi opinberra nefnda m.a. á sviði íþrótta-, tómstunda-, forvarna- og jafnréttismála.

Unu Maríu er ætlað að fylgja eftir tillögum sem lagðar hafa verið fyrir ráðherranefnd um lýðheilsu, eiga samstarf við ráðuneyti, stofnanir, sveitarfélög, atvinnurekendur, félagasamtök, fræðimenn og þá fjölmörgu aðila sem hér á landi vinna að forvörnum og bættri lýðheilsu landsmanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira