Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2015 Forsætisráðuneytið

Vefsíður Stjórnarráðs Íslands í eðlilegt horf

Vefsíðum Stjórnarráðs Íslands var lokað í gærkvöldi í kjölfar álagsárásar sem virðist hafa verið skipulögð erlendis frá.

„Stjórnarráðið hefur verið meðvitað um að utanaðkomandi árásir sem þessar gætu átt sér stað og m.a. þess vegna hafa upplýsingar sem ávallt eru aðgengilegar almenningi á opnum upplýsinga- og fréttavefjum verið kirfilega aðskildar frá öðrum gögnum ráðuneyta. Við höfum verið og erum sífellt að vinna að því að efla gagnaöryggi enn frekar og það er nú sem fyrr gert með hópi sérfræðinga á þessu sviði. Það er miður að þessi upplýsingavefur hafi legið niðri tímabundið vegna þessa“, segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.

Umrædd árás beindist að netþjónum vefja ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands en engin gögn voru í hættu. Vefirnir innihalda gögn og upplýsingar sem eru þegar aðgengileg almenningi. Vefirnir voru hafðir lokaðir þar til ljóst var að ástandið var komi aftur í eðlilegt horf á tíunda tímanum í morgun. Upplýsingasíður Stjórnarráðsins eru nú komnar aftur í eðlilegt horf og aðgengilegar notendum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira