Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2015 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Skýrsla starfshóps um upplýsingatæknií skólastarfi

Tillögur verkefnahóps um þekkingaruppbyggingu í upplýsingatækni í skólastarfi

Verkefnahópur um þekkingaruppbyggingu í upplýsingatækni í skólastarfi vann veturinn 2013-2014 að því að meta og greina umhverfið og móta tillögur að úrbótum.
Að verkefninu kom jafnframt stór hópur sem tengist skólasamfélaginu á einn eða annan hátt ásamt hagsmunaaðilum í atvinnulífinu.

Lokaafurð hópsins var skýrsla þar sem gerð er meðal annars grein fyrir meginmarkmiðum, framtíðarsýn og tillögum til úrbóta. Þar eru dregnir fram sex lykilþættir sem taldir eru mikilvægir við eflingu upplýsingatækni í skólastarfi (sjá á mynd). Upptalningin er ekki í vægisröð.

Ráðuneytið hefur nú skýrsluna til athugunar en hefur ekki tekið afstöðu til hennar og birtir hana með þeim fyrirvara.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira