Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2015 Matvælaráðuneytið

Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir

Umhverfissjóður-sjókvíaeldis
Umhverfissjóður-sjókvíaeldis

Lög nr. 71/ 2008 um fiskeldi, með síðari breytingum kveða á um að starfræktur skuli Umhverfissjóður sjókvíaelds.

Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Jafnframt er heimilt að veita veiðiréttarhöfum styrki til að mæta kostnaði eða tekjumissi sem ekki er hægt að rekja til ákveðinnar eldisstöðvar.

Megin tekjur sjóðsins er árgjald sem innheimt er af rekstrarleyfishöfum sjókvíaeldis.

Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Á vefslóð sjóðsins ( www.umsj.is) má finna umsóknareyðublöð ásamt leiðbeiningum til umsækjenda. Umsóknum skal skilað til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, Skúlagötu 4, 5. hæð, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 16. desember 2015.

Frekari upplýsingar veita Grímur Valdimarsson og Ásta Einarsdóttir í síma 545-9700.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum