Hoppa yfir valmynd
1. desember 2015 Félagsmálaráðuneytið

Bætt aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum

Við Seljalandsfoss
Við Seljalandsfoss

Félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra hafa ákveðið að styrkja verkefni um gerð handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila ríkja í Norður-Atlantshafi. Markmiðið er að bæta aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum. Handbókin mun innihalda viðmiðunarreglur sem eiga að auðvelda ferðaþjónustuaðilum að bæta aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu sem veitt er ferðamönnum. Styrkurinn nemur samtals fjórum milljónum króna.

Handbókin er samstarfsverkefni þriggja landa í Norður-Atlantshafi, það er Færeyja, Grænlands og Íslands. Aðalstyrktaraðili verkefnisins er
NORA, samstarfsvettvangur landa í Norður-Atlantshafi en fjölmargir aðilar koma að verkefninu auk fyrrnefndra ráðuneyta. Má þar nefna Norm ráðgjöf ehf. og Aðgengi ehf. á Íslandi, í Færeyjum Visit Torshavn í samstarfi við Öryrkjabandalag Færeyja, stjórnvöld á Grænlandi auk þess sem Delta setrið í Osló, sem sérhæfir sig í algildri hönnun og aðgengi verður samstarfsaðili.

Verkefnið styður við innleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs en réttur fatlaðs fólks til aðgengis til jafns við ófatlað fólk er eitt af megin áhersluatriðum samningsins, samanber einnig framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira